Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir tilnefningum um fyrirtæki eða stofnun, sem vegna verka sinna og athafna á síðasta ári eru þess verðug að hljóta umhverfisviðurkenninguna Kuðunginn fyrir árið 2020. Kuðungurinn verður afhentur í tengslum við Dag umhverfisins.
Alls er gert ráð fyrir að rúmar 100 milljónir króna renni næstu þrjú árin til uppbyggingar á aðstöðu fyrir gesti í þjóðskógunum sem eru í umsjón Skógræktarinnar. Tæpur helmingur framlaganna rennur til áframhaldandi uppbyggingar og viðhalds á Þórsmerkursvæðinu en einnig eru stór verkefni í Vaglaskógi og Hallormsstaðaskógi þar sem reistir verða eldaskálar og þjónustuhús.
Skógræktarfélag Reykjavíkur og Tækniskólinn hafa gert með sér samstarfssamning um verkefnið Skógarnytjar. Verkefnið felur í sér að nemendur í trésmíði fái að kynnast skógrækt og viðarvinnslu frá fyrstu hendi.
Skógarkolefnisreiknir hefur verið opnaður á vef Skógræktarinnar. Þar er hægt að reikna út fyrir fram hversu mikið kolefni er líklegt að ræktaður skógur muni binda næstu hálfa öldina eftir því hvar er borið niður á landinu. Þessi nýja reiknivél er mikilvægt tæki til að meta
Stafafura er ekki ágeng tegund og auðvelt er að hafa hemil á sjálfsáningu hennar. Langtímarannsókn á sjálfsáningu innfluttra trjátegunda bendir ekki til þess að íslenskri náttúru stafi hætta af stafafuru eða öðrum innfluttum trjátegundum. Stafafura er hins vegar mjög góð tegund til að græða upp land og í ljós kemur að birki og stafafura þrífast vel saman.