Hugmynd að lífrænum verðlaunapeningum sem innihalda birkifræ var meðal verkefna sem hljóta styrk úr Hönnunarsjóði á þessu ári. Hugmyndin er sú að gripurinn verði veittur fyrir þátttöku í íþróttamótum barna og unglinga en að móti loknu geti krakkarnir sett hann í jörð og séð birkitré vaxa upp úr moldinni.
Út er komið nýtt tölublað af Riti Mógilsár. Það hefur að geyma skýrslu um ástand ræktaðs skógar á lögbýlinu Óseyri við Stöðvarfjörð og spá um kolefnisbindingu skógarins næstu 70 árin miðað við annars vegar hefðbundnar nytjar og hins vegar engar nytjar. Skógurinn er enn ekki kominn í fullan vöxt. Þegar vöxtur fer í gang fyrir alvöru verður hægt að gera enn traustari spár.
Notendur rafræns dagatals Skógræktarinnar geta nú skipt um skjámynd á tölvum sínum og sett inn dagatal marsmánaðar. Á því er ljósmynd Atla Arnarsonar ljósmyndara af sveppnum stígtubbu.