Mynd: pxhere.com
Mynd: pxhere.com

Persónuverndarstefnu Skógræktarinnar er að finna á vef stofnunarinnar ásamt ýmsum öðrum skjölum sem snerta stefnu og skipulag, öryggi og umhverfi. Undir persónuverndarstefnu Skógræktarinnar fellur skráning, varsla og vinnsla á persónuupplýsingum sem falla undir stefnuna.

Þetta gildir, hvort sem viðkomandi upplýsingar eru varðveittar með rafrænum hætti, á pappír eða með öðrum sambærilegum hætti. Um meðferð persónuupplýsinga gilda lög númer 90/2018 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga eins og þau eru á hverjum tíma, sem og viðkomandi hlutar samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Taka lögin m.a. á vinnslu, vörslu og miðlun persónuupplýsinga.

Til þess að heimilt sé að vinna með persónuupplýsingar þarf ávallt að vera fyrir því lögmætur grundvöllur. Öll vinnsla persónuupplýsinga verður að byggjast á heimildum til þess að þessi vinnsla teljist fara fram á lögmætum grundvelli. Mögulegar heimildir til slíks eru raktar í stefnunni.

Skógræktin ber ábyrgð á skráningu persónuupplýsinga og meðferð þeirra upplýsinga í starfsemi sinni. Hægt er að hafa samband við Skógræktina í höfuðstöðvum stofnunarinnar að Miðvangi 2-4, 700 Egilsstöðum, með því að senda skriflega fyrirspurn á skogur@skogur.is og með því að hringja í 470 2000.

Stefnan

Texti: Pétur Halldórsson