Ekki er vænlegt til árangurs að rækta hagaskóg með því að gróðursetja lerki í ógirt land þar sem sauðfjárbeit. Þetta er meginniðurstaða þriggja ára tilraunar sem gerð var í Húnaþingi vestra.
Rótarhnyðjur sem komu upp við slóðagerð í skógi að Mjóanesi á Héraði urðu uppspretta að listsköpun skógarbónda. Vera kann að fólk sem á leið um skóginn rekist þar á kynjaverur.
Skógrækt er rétt leið í baráttunni gegn loftslagsröskun og þjóðir í öllum heimsálfum ráðast nú í stórtæk skógræktarverkefni til að binda. Í Gallup-könnun í maí 2018 töldu 93% svarenda að skógrækt hefði almennt jákvæð áhrif fyrir landið. Þjóðin veit að skógrækt er beitt vopn í loftslagsbaráttunni.
Í dag lýkur í Heiðmörk þriggja daga námskeiði í grisjun fyrir starfandi skógarhöggsmenn sem Espen Kirk Hansen, skógarvörður hjá Óslóarborg, stýrir. Farið er á fræðilegan hátt og verklega yfir helstu þætti í vinnu skógarhöggsmanna. Átta skógarhöggsmenn hjá Skógræktinni eru meðal þátttakenda.
Frætínsla getur verið tilvalið fjölskyldusport á haustin, segir Bergrún Arna Þorsteinsdóttir, aðstoðarskógarvörður á Hallormsstað. Rætt var við hana í kvöldfréttum Sjónvarpsins og þar kom fram að Skógræktin safnar nú fræi af stafafuru og borgar kílóverð fyrir.