Námskeið í notkun og umhirðu keðjusaga, fellingatækni, öryggisatriðum, líkamsbeitingu og öðru sem nauðsynlegt er að kunna skil á við notkun keðjusaga í þéttbýli og úti í skógi. Námskeiðinu lýkur á einum og hálfum degi við trjáfellingu og grisjun í skógi.
Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda hófst í morgun í Hótel Kjarnalundi á Akureyri. Um sjötíu manns sitja aðalfundinn að þessu sinni og stór hluti þeirra er skógarbændur hvaðanæva af landinu.
Það er gömul saga og ný að forsendan fyrir gróðurframvindu er sú að gróðurinn hafi aðgang að næringu eða að komið sé í gang þeim náttúrlegu ferlum sem sjá gróðrinum fyrir næringu. Á Heiðarbrekku í Rangárþingi ytra er skemmtilegt dæmi um ógróið land sem nú er að breytast í birkiskóg með hjálp kjötmjöls.
Útikennslusvæði hefur verið útbúið í Syngjanda í Mýrdal þar sem Skógræktarfélag Mýrdælinga hefur ræktað skóg. Morgunblaðið greinir frá þessu.
Skóla- og frístundastarf í skógarumhverfi er meðal þess sem verður í boði á Menntakviku Háskóla Íslands sem verður haldin í Háskóla Íslands föstudaginn 4. október.