Málþing um viðargæði og markaðssetningu viðarafurða verður haldið í tengslum við aðalfund Landssamtaka skógareigenda sem fram fer á Hótel Kjarnalundi Akureyri dagana 11.- 12. október. Á málþinginu verður fjallað um ýmsa þætti viðarvinnslu og sölu viðarafurða.
Þýska sjónvarpsstöðin ZDF fjallaði nýlega um nýskógrækt á Íslandi í þættinum Plan B. Varpað er ljósi á mikilvægi skógræktar fyrir veðurfar, loftslag og varnir gegn áhrifum eldsumbrota. Einnig er fjallað um degli sem framtíðartré í þýskum skógum og notkun elds í forvarnarskyni gegn gróðureldum í Portúgal.