Aðalfundur LSE og málþing um viðargæði og markaðssetningu fer fram á Hótel Kjarnalundi í Kjarnaskógi…
Aðalfundur LSE og málþing um viðargæði og markaðssetningu fer fram á Hótel Kjarnalundi í Kjarnaskógi á Akureyri. Ljósmynd: Hótel Kjarnalundur

Málþing um viðargæði og markaðssetningu viðarafurða verður haldið í tengslum við aðalfund Landssamtaka skógareigenda sem fram fer á Hótel Kjarnalundi Akureyri dagana 11.- 12. október. Á málþinginu verður fjallað um ýmsa þætti viðarvinnslu og sölu viðarafurða.

Bryddað verður upp á þeirri nýbreytni á aðalfundinum að þessu sinni að öllum aðalfundar- og nefndastörfum verður lokið fyrri daginn en sá síðari helgaður málþingi um viðargæði og markaðssetningu viðarafurða. Samkomunni lýkur svo með árshátíð LSE laugardagskvöldið 12. október.

Viðargæði og sala afurða úr skógunum verður æ brýnna viðfangsefni skógarbænda eftir því sem skógarnir stækka og uppskera úr skógunum eykst. Ísland er ungt á sviði skógarnytja og því þarf að byggja upp þekkingu og færni í öllu því sem snertir viðarvinnslu og sölu afurða. Málþinginu er ætlað að varpa ljósi á ýmislegt sem er að gerast í þessum efnum hérlendis og tefla saman fólki sem að þessu vinnur ásamt skógarbændum.

Málþingið er öllum opið en skráningargjald er 3.000 krónur. Innifalið í því er hádegisverður og kaffi. Skráningu lýkur 7. október.

Nánari upplýsingar og skráning

Stutt myndband um viðarfræði:

Stutt myndband um límtré:

 

Dagskrá aðalfundar 11. október

10.30     Þátttakendur boðnir velkomnir og formaður fær orðið
10.35     Setning fundar (formaður LSE)
10.40     Kosning starfsmanna fundarins
10.45     Skýrsla stjórnar
11.05     Ársreikningar
11.15     Umræða um skýrslu stjórnar
12.00     Ávörp formanna aðildarfélaga LSE

12.30     Hádegismatur

13.00     Ávörp gesta
14.00     Skógarauðlindasvið, pistill
14.15     Mál lögð fyrir fundinn og vísað til nefnda

15.00     Kaffihlé

15.30     Nefndarstörf
16.30     Afgreiðsla tillagna
18.00     Kosningar
19.00     Önnur mál

19.30     Kvöldmatur

20.00     Aukatími fyrir aðalfund
22.00     Fundarlok

Dagskrá málþings 12.október

Fundarstjóri: Ágúst Ólafsson fréttamaður

9.30      Skráning
10.00    Opnunarávarp
10.15    Ávarp formanns LSE - Jóhann Gísli Jóhannsson
10.20    Viðarfræði - Ólafur Eggertsson Skógræktinni
10.40    Þurrkun timburs - Bergrún Arna Þorsteinsdóttir Skógræktinni
10.55    Mikilvægi góðrar sögunar - Eiríkur Þorsteinsson Nýsköpunarmiðstöð Íslands
11.25    Afurðarstöð fyrir smávið - Einar Birgir Kristjánsson Tandrabretti
11.35    Límtré úr íslensku timbri? - Logi Unnarson Jónsson Límtré/Vírneti

12.05    Hádegismatur

13.00    Íslenskt timbur til vöruhönnunar - Björn Steinar Blumenstein vöruhönnuður
13.25    Sögunarmyllan - Bjarki Jónsson skógarbóndi
14.05    Samstarf garðyrkjubænda - Katrín María Andrésdóttir Sambandi garðyrkjubænda
14.30    TreProX - Björn Bjarndal Jónsson Skógræktinni/LbhÍ
14.50    Samantekt málþingsins - Sigríður Bjarnadóttir skógarbóndi
15.00    Göngutúr um Kjarnaskóg - Ingólfur Jóhannsson Skógræktarfélagi Eyfirðinga og Katrín Ásgrímsdóttir Sólskógum

19.00    Árshátíð LSE

 Nánari upplýsingar og skráning