Ein nefnda á aðalfundi LSE 2019 að störfum. Ljósmynd: Hlynur Gauti Sigurðsson
Ein nefnda á aðalfundi LSE 2019 að störfum. Ljósmynd: Hlynur Gauti Sigurðsson

Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda hófst í morgun í Hótel Kjarnalundi á Akureyri. Um sjötíu manns sitja aðalfundinn að þessu sinni og stór hluti þeirra er skógarbændur hvaðanæva af landinu.

Þegar skogur.is hafði samband við Hlyn Gauta Sigurðsson, framkvæmdastjóra LSE, í dag voru nefndastörf langt komin. Hlynur segir að góð stemmning sé á fundinum og hugur í skógarbændum.

Fyrir fundinum liggja nokkrar tillögur til samþykktar en gert er ráð fyrir að aðalfundarstörfum ljúki í dag. Samkomunni er þó hvergi nærri lokið því á morgun, laugardag, verður haldið málþing um viðargæði og markaðssetningu viðarafurða.

Á vef LSE er að finna þær tillögur sem fyrir aðalfundinum liggja ásamt nánari upplýsingum um dagskrá fundarins og málþingsins.

Meðfylgjandi myndir tók Hlynur Gauti á fundinum í dag.

Texti: Pétur Halldórsson