Kynjaverur í Mjóanesi. Ljósmynd: Þórveig Jóhannsdóttir
Kynjaverur í Mjóanesi. Ljósmynd: Þórveig Jóhannsdóttir

Rótarhnyðjur sem komu upp við slóðagerð í skógi að Mjóanesi á Héraði urðu uppspretta að listsköpun skógarbónda. Vera kann að fólk sem á leið um skóginn rekist þar á kynjaverur.

Gaman  er að fá sögur af skógræktarfólki og verkefnum þeirra um allt land, ekki síst skógarbændum í leik og starfi í skógum sínum. Þórveig Jóhannsdóttir, skógræktarráðgjafi á Austurlandi, sendi nokkrar myndir sem hún tók í Mjóanesi af hjónunum og skógarbændunum Sigurlaugu Stefánsdóttur og Agli Guðlaugssyni sem þar rækta skóg. Þau hafa unnið að slóðagerð í skógi sínum ásamt grisjun og annarri umhirðu.

En skógurinn hefur líka orðið Sigurlaugu kveikja að listsköpun. Hún hefur listrænt auga og sá þarna að rótarhnyðjur sem upp komu við slóðagerðina gætu verið efniviður myndverka til að lífga upp á tilveruna. Eins og sjá á á meðfylgjandi myndum hafa fæðst kynjaverur í rótarhnyðjunum sem Sigurlaug hefur málað.

Texti: Pétur Halldórsson