Ráðstefna um leiðir til að auka kolefnisbindingu var haldin í Bændahöllinni þriðjudaginn 5. desember á alþjóðlegum degi jarðvegs. Upptökur að erindunum eru nú aðgengilegar á vef Bændasamtakanna.
Á laugardaginn var haldin ljóðaganga í Hallormsstaðaskógi á vegum verkefnisins „Litla ljóðahámerin“. Aðalgestur ljóðagöngunar var skáldið Andri Snær Magnason en með honum voru Stefán Bogi Sveinsson og Sigríður Lára Sigurjónsdóttir sem lásu ýmis ljóð eftir austfirsk ljóðskáld.
Ákveðið hefur verið að loka gróðrarstöð Barra á Fljótsdalshéraði. Ríkisútvarpið greindi frá þessu í sjónvarpsfréttum í gær. Framkvæmdastjórinn segir fyrirtækið hafa gefist upp á sviknum loforðum um aukna skógrækt og kolefnisbindingu. Í fréttinni er vakin athygli á því að helmingi færri tré séu nú gróðursett á landinu en fyrir tíu árum.
Skógræktin tekur að venju þátt í hinum árlega jólamarkaði Jólakettinum sem haldinn verður í gróðrarstöðinni Barra á Valgerðarstöðum í Fellum laugardaginn 16. desember.
Jólamarkaðurinn sem haldinn var í þriðja sinn í Vaglaskógi á laugardaginn var gekk vel og áætlar skógarvörður að vel á þriðja hundrað manns hafi komið í skóginn til að sjá hvað var í boði, njóta veitinga, hitta aðra og versla eitthvað fyrir jólin. Vetrarveður var með fallegasta móti í skóginum og aðstæður því hinar bestu.