Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands hefur kynnt námskeið sem í boði verða á vorönn. Þar á meðal eru nokkur námskeið sem tengjast skógrækt og skógarnytjum.
Tvær nýjar greinar voru að koma út í alþjóðlega vísindaritinu Icelandic Agricultural Sciences. Annars vegar er fjallað um áhrif sauðfjárbeitar á íslensk vistkerfi og hins vegar áhrif jarðvegsgerðar á bygguppskeru í íslenskum yrkjatilraunum.
Norræna skógerfðafræðistofnunin NordGen Forest og norræna skógvísindastofnuninni SNS auglýsa sameiginlega námsstyrki sem ætlað er að hvetja til menntunar og þekkingarmiðlunar um erfðaauðlindir skóga, fræ- og plöntuframleiðslu og aðferðir við endurræktun skóga. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar.
Að stöðva losun frá framræstu landi er mjög mikilvæg loftlagsaðgerð. Ekki er þó nóg að minnka losun. Við verðum að ná koltvísýringi úr lofthjúpnum og binda. Einfaldasta leiðin er nýskógrækt en einnig má binda kolefni í basalti og græða upp örfoka land. Þetta er boðskapur Sigurðar Inga Friðleifssonar, framkvæmdastjóra Orkuseturs, í grein sem birtist á Vísi í dag.
Volunteers wanted! The search for our 2018 team begins by Langidalur Volunteer Placement dates and...