Litlu mátti muna að vísa þyrfti frá áhugasömu fólki sem vildi selja afurðir sínar og framleiðslu á jólamarkaðinum á Vöglum sem að þessu sinni verður haldinn í starfstöð Skógræktarinnar í Vaglaskógi laugardaginn 9. desember. Auk jólatrjáa, greina og fleiri afurða úr skóginum verða fjölbreyttar þingeyskar framleiðsluvörur til sölu á markaðnum og nemendur Stórutjarnaskóla selja veitingar.
Héraðsfréttamiðillinn Austurfrétt segir frá því að skógarbændurnir að Brekkugerði í Fljótsdal og Teigabóli í Fellum selji jólatré til höfuðborgarsvæðisins. Mikilvægasti markaður þeirra sé þó heima fyrir.
„Ef tekið er mið af þessum mótvægisaðgerðum, sem taka til flestra geira íslensks samfélags, og við höldum uppteknum og máttlausum hætti áfram í landgræðslu og skógrækt, gæti nettóútstreymi ársins 2030 numið 18 prósentum minna en árið 1990. Góður árangur, en hvergi nærri nóg.“ Þetta skrifar leiðarahöfundur Fréttablaðsins í dag og vísar til markmiða ríkisstjórnarinnar um 40 prósenta samdrátt losunar árið 2030 og kolefnishlutleysi um miðja öldina.
Í október birtist hér á skogur.is frétt um listaverk eftir danska skógtækninemann Johan Grønlund Arndal sem hann sker út í trjáboli með keðjusög. Við endurbirtum þessa frétt því nú hefur Hlynur Gauti Sigurðsson, skógræktarráðgjafi og kvikmyndagerðarmaður, gert ljómandi gott myndband um Johan og verk hans.
Skógræktin og skógræktarfélög víða um land hafa ýmist afskorin jólatré til sölu eða bjóða fólki að koma í skóginn að höggva sér tré. Á upplýsingasíðu Skógræktarinnar um jólatré má komast að því hvar best hentar hverjum og einum að næla sér í tré og komast í leiðinni í réttu jólastemmninguna.