Umsóknarfrestur til 15. febrúar

Norræna skógerfðafræðistofnunin NordGen Forest og norræna skógvísindastofnuninni SNS auglýsa sameiginlega námsstyrki sem ætlað er að hvetja til menntunar og þekk­ingarmiðlunar um erfðaauðlindir skóga, fræ- og plöntuframleiðslu og aðferðir við endurræktun skóga.

Umsóknarfrestur er til 15. febrúar.

Námsverkefni sem sótt er um verða að hafa norræna tengingu og þjóna sam­eiginlegum norrænum hagsmunum. Há­marksstyrkur er 20.000 norskar krónur sem nemur um 250.000 íslenskum krónum.

Frekari upplýsingar um skilmála og hvernig sækja skuli um má finna á vef Nordgen:

Ef frekari spurningar vakna má hafa samband við Inger Sundheim Fløistad á skrifstofu NordGen:  forest@nordgen.org.

Auglýsingin frá NordGen Forest og SNS: