Haldinn í tólfta sinn

Skógræktin tekur að venju þátt í hinum árlega jólamarkaði Jólakettinum sem haldinn verður í gróðrarstöðinni Barra á Valgerðarstöðum í Fellum laugardaginn 16. desember.

Til sölu verða jólatré og skógarafurðir, kakó og vöfflur, handverk, jarðávextir, vænta má þess að hin sígilda og margrómaða Rússasúpa verði í boði en einnig skata, harðfiskur, hangikjöt og ýmislegt annað góðgæti til jólanna.

Lifandi skemmtiatriði lyfta upp stemmningunni en ásamt Skógræktinni standa að markaðnum gróðrarstöðin Barri og Félag skógarbænda á Austurlandi.