Þessa dagana er unnið að gróðursetningu alaskaaspar í landi Laxaborgar í Dalabyggð. Lionsmenn vestra leggja gjörva hönd á plóginn og safna um leið fyrir tækjum í Heilsugæslustöðina í Búðardal. Með þessari gróðursetningu er fullgróðursett í land Laxaborgar.
Gróður- og jarðvegseyðing í ljósi samfélagsbreytinga á miðöldum er viðfangsefni Egils Erlendssonar, lektors við líf- og umhverfisvísindadeild HÍ, í örfyrirlestri sem hann flytur á Kaffi Loka í Reykjavík miðvikudaginn 10. júní kl. 12. Þar talar líka Jónatan Hermannsson, lektor við auðlindadeild LbhÍ, um ræktað land á fyrstu öldum Íslandsbyggðar, og spyr: Hvað voru menn að bedrífa þá?
Á vegum Yndisgróðurs hefur verið gefin út skýrsla í ritröð LbhÍ með ítarlegri lýsingu á 19 íslenskum runnayrkjum sem hafa um langt skeið reynst vel í framleiðslu og ræktun við íslenskar aðstæður. Öll yrkin er að finna í yndisgörðum Yndisgróðurs. Fjallað er um uppruna þeirra, notkun og reynsluna hérlendis.
Í tilefni af sextíu ára afmæli Hlíðaskóla í Öskjuhlíð í Reykjavík var í gær efnt til hátíðargróðursetningar í grenndarskógi skólans. Meðal tegunda sem gróðursettar voru má nefna ask, hlyn, þöll, fjallaþin, lerki, hrossakastaníu, silfurreyni og ilmreyni. Allar plönturnar fengu heimagerða moltu við gróðursetninguna.
Skógræktarfólk frá fylkinu Mæri og Raumsdal í Noregi var á ferð um Ísland í síðustu viku og naut fylgdar Jóns Loftssonar skógræktarstjóra. Ferðin var farin að tilstuðlan Møre og Romsdal Forstmannslag sem er fagfélag skógarfólks í fylkinu. Hópurinn hreifst mjög af fagmennsku íslensks skógræktarfólks og þeim sóknarhug sem það byggi yfir.