Akureyrarkaupstaður stefnir að því að verða fyrsta kolefnishlutlausa sveitarfélagið á Íslandi. Markmiðinu á að ná með ýmsum leiðum, meðal annars með aukinni skógrækt í bæjarlandinu. Fréttablaðið segir frá þessu í dag á forsíðu sinni
Um helgina var sökkull á sumarhúsi í Mýrdal klæddur með óköntuðum borðum úr íslenskri bergfuru. Bergfura er þéttur viður sem ætti að endast lengi án fúavarnar.
Einn milljarður manna vítt og breitt um heiminn reiðir sig á skóga til öruggrar framfærslu og næringar. Enn er níundi hver jarðarbúi ofurseldur hungurvofunni og algengast er að fólk búi við hungur í Afríku og Asíu. Í skógum heimsins búa miklir möguleikar til að bæta næringarástand þessa fólks og tryggja því afkomu. Í raun eru skógar og skógrækt nauðsynlegir þættir til að tryggja fæðuöryggi enda kemur æ betur í ljós hversu takmarkaða möguleika mannkynið hefur til að afla sér fæðu með hefðbundnum landbúnaði.
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs segir skógrækt eiga undir högg að sækja og því sé mjög mikilvægt að ríkið veiti strax meira fé til plöntuframleiðslu og gróðursetningar. Sagt er frá þessu í Fréttablaðinu í dag.
Þegar unnið var við að hreinsa trjágróður undan háspennulínu í skóginum á Vöglum á Þelamörk nú í vikunni vakti athygli skógræktarmanna hversu mikið var þar af ungum, sjálfsánum barrtrjám. Sérstaklega þótti merkilegt að sjá svo mikið af sjálfsánu rauðgreni en slíkt hefur ekki verið algengt í skógum hérlendis fram undir þetta.