Ýmislegur ávinningur gæti fylgt kynbótum á fjallaþin til ræktunar á jólatrjám innanlands. Þetta segir Brynjar Skúlason skógfræðingur í Morgunblaðinu í dag. Ekki aðeins myndi sparast talsverður gjaldeyrir með minni innflutningi og störf skapast í skógrækt heldur er þetta líka heilbrigðismál fyrir skógrækt. Nokkur áhætta fylgir því að flytja inn hátt í 40 þúsund jólatré á ári með möguleikum á margvíslegum sjúkdómum og hugsanlega öðrum skaðvöldum sem skaða gróður.