Í nýútkomnu tölublaði tímaritsins Við skógareigendur er spáð fyrir um viðarmagn í bændaskógrækt á Héraði, fjallað um skógarbeit, tónlist skógarins, skógræktarmenn í æfingabúðum í keðjusagarútskurði og fleira og fleira.
i-Tree er samheiti yfir forvitnilegan opinn hugbúnað frá bandarísku alríkisskógræktinni, USDA Forest Service, sem ætlað er að auðvelda greiningu á trjám og skóglendi í þéttbýli, mat á verðmætium þeirra gæða sem trén veita og leiðsögn um skipulag og umhirðu trjágróðurs í þéttbýli.
Landsvirkjun býður til opins fundar 22. maí í Hörpu í Reykjavík undir yfirskriftinni „Framtíðaráhrif loftslagsbreytinga – Tími til aðgerða“. Umfjöllunarefni fundarins snýst um hnattrænar loftslagsbreytingar og hvernig fyrirtæki geta unnið gegn áhrifum þeirra.
Eftir fréttir í fjölmiðlum og hér á vef Skógræktarinnar um að Akureyrarkaupstaður stefndi að því að verða fyrsta kolefnishlutlausa sveitarfélagið var bent á að samkvæmt skýrslu sem kom út árið 2009 væri nú þegar til á Íslandi sveitarfélag sem hefði náð þessari eftirsóknarverðu stöðu. Í Fljótsdalshreppi binst mörg hundruð tonnum meira af kolefni en losað er út í andrúmsloftið. Mestu munar um skógræktina.
Á uppstigningardag voru sprotar af úrvalstrjám fjallaþins græddir á grunnstofna í fræhöllinni á Vöglum í Fnjóskadal. Til verksins kom danskur sérfræðingur sem kann vel til verka við ágræðslu á þini. Ágræddu trén verða notuð sem frætré til framleiðslu á fyrsta flokks jólatrjám í íslenskum skógum og fyrstu fræin gætu þroskast eftir fimm ár ef allt gengur að óskum.