Guðmundur Sveinsson frá Feðgum í Meðallandi gerði djarflega tilraun til skógræktar í ungu hrauni þegar hann hóf skógrækt á litlum reit í Eldhrauni árið 1978. Tilraunin tókst ljómandi vel. Trén sjá nú um sig sjálf og mikill munur að líta yfir reitinn frá því sem var fyrir 15 árum.
Á síðustu árum hefur almenningur safnað birkifræi fyrir Hekluskóga og lagt drjúgan skerf að því mikilvæga verkefni. Þótt heldur minna sé af fræi þetta árið en undanfarin haust má víða finna allmörg tré með fræi. Endurvinnslan hf. aðstoðar verkefnið með því að taka á móti fræi frá almenningi á móttökustöðvum í Reykjavík og senda til Hekluskóga. Ræktun birkiskóga í grennd við eldfjöll minnkar hættuna á gróður- og jarðvegseyðingu í kjölfar öskugosa.
Árleg starfsmannaferð norræna genabankans NordGen var farin til Íslands þetta árið og í dag tók Hreinn Óskarsson, skógarvörður á Suðurlandi, á móti hópnum í Haukadalsskógi. Gestunum þótti mikið koma til myndarlegra trjánna í skóginum og höfðu á orði að þetta væri „alvöru skógur“.
Nýjar niðurstöður vísindamanna hafa leitt í ljós að trjágróður um allan heiminn vex verulega hraðar nú en hann gerði fyrir árið 1960. Sérfræðingar við tækniháskólann í München í Þýskalandi, Technische Universität München (TUM), settu nýlega fram haldbær gögn um þetta undur úr ríki náttúrunnar. Í Mið-Evrópu vaxa beyki- og grenitré nú nærri tvöfalt hraðar en fyrir hálfri öld.
Rúnar Ísleifsson, skógarvörður á Norðurlandi, segir að leita þurfi mörg ár aftur í tímann til að finna sambærilegan trjávöxt og var í sumar. Í framhaldi af því spáir hann góðum vexti barrtrjáa næsta sumar, verði veðurfar þokkalegt. Rætt var við Rúnar í sjónvarpsfréttum.