Þessa dagana er unnið að grisjun stafafuru í Skarfanesi á Landi og því sigla starfsmenn Skógræktar ríkisins yfir Þjórsá á leiðinni í vinnuna.
Um síðustu helgi var haldið Lesið í skóginn námskeið í samstarfi við Fræðslumiðstöð Vestfjarða.
Jón Loftsson, skógræktarstjóri, er nýkominn af ráðstefnu í Bergen í Noregi þar sem skógræktarmenn, arkitektar og verkfræðingar ræddu möguleika á að nýta skógarauðlindina í meira mæli við húsbyggingar.
Svandís Svavarsdóttir segir að besta leiðin til að hefta útbreiðslu lúpínunnar sé að efla birkiskóg.
Um þessar mundir er unnið að gerð nýs vegar að skóglending að Vöglum á Þelamörk. Vegurinn er um 300 m langur og verður bílastæði við enda hans.