19102012-(1)Um þessar mundir er unnið að gerð nýs vegar að skóglending að Vöglum á Þelamörk. Vegurinn er um 300 m langur og verður bílastæði við enda hans. Vegurinn og stæðið mun auðvelda aðkomu að skóginum og ennfremur verður auðveldara að flytja burt efni sem verður til við grisjun. Ef áætlanir ganga eftir verður vegurinn tilbúinn fyrir veturinn.

Texti og myndir: Sigurður Skúlason