(Mynd: Esther Ösp Gunnarsdóttir)
(Mynd: Esther Ösp Gunnarsdóttir)

Norðmenn ætla byggja að stærsta timburhús heims, 14 hæða íbúðablokk í Bergen. Stefnt er að því að það rísi árið 2014.

Jón Loftsson, skógræktarstjóri, er nýkominn af ráðstefnu í Bergen í Noregi þar sem skógræktarmenn, arkitektar og verkfræðingar ræddu möguleika á að nýta skógarauðlindina í meira mæli við húsbyggingar. Jón segir mikin áhuga á að auka notkun á tré í byggingum, samgöngum, brúarsmíði. Hann telur að Íslendingar gætu farið að dæmi Norðmanna og reynt að stórauka notkun á timbri í húsbyggingar. Þannig megi hámarka verðmæti timburs sem sé mun vistvænna byggingarefni en steypa, en framleiðsla á sementi útheimtir mikla orku sem oft kemur úr jarðefnaeldsneyti. „Trén aftur á móti binda kolefni og tréhús sem er byggt og stendur í hundrað ár geymir kolefnisforða sem hefur byggst upp í skógunum“, segir Jón.

Umrædd bygging í Bergen verður styrkt með límtrésskástífum og klædd með gleri. Jón segir að ný tækni við að nýta timbur sé nú prófuð í samstarfi nokkurra norrænna timburbæja. Horft sé til þess að Fljótsdalshérað taki þátt í því samstarfi. „Þegar þessi litla auðlind okkar hér á Íslandi er að komst á það stig að hægt er að nýta hana. Þá held ég að íslenskir arkítektar muni örugglega vinna meira með þetta vistvæna efni í framtíðinni.“


Frétt: RÚV
Mynd: Esther Ösp Gunnarsdóttir