Skógrækt er að verða að útflutningsgrein fyrir Íslendinga, segir skógræktastjóri. Ef björtustu spár Skógræktarinnar rætast verður skóglendi á Íslandi tvöfaldað á næstu tveimur áratugum.
Endurmenntun LbhÍ hefur bætt við námskeiði í trjáfellingum og grisjun með keðjusög nú í janúarmánuði vegna mikillar eftirspurnar. Þetta er þriggja daga námskeið, bæði bóklegt og verklegt, og má meta til einnar einingar af námi í garðyrkjufræðum.
Störf þriggja verkefnisstjóra eru nú laus til umsóknar hjá Skógræktinni. Verkefnisstjóra kolefnisverkefna er ætlað að vinna áfram að þróun vottunarferla og hafa umsjón með kolefnisverkefnum. Í öðru lagi er starf verkefnisstjóra samstarfsverkefna með Landgræðslunni og fleiri aðilum. Þriðji verkefnisstjórinn á að vinna að þróun stafrænna lausna sem tengjast skógrækt og sjá um skipulag og framkvæmd plöntuflutninga.
Síldarvinnslan hyggst rækta skóg til kolefnisbindingar  á jörðinni Fannardal í Norðfirði. Verkefnið verður unnið í samstarfi við Skógræktina og verður hæft til skráningar í Loftslagsskrá Íslands. Þar með stefnir fyrirtækið á ábyrga kolefnisjöfnun á móti losun frá rekstri sínum.
Í sögunarmyllu Skógræktarinnar í Þjórsárdal var nýlega unnið efni til uppgerðar á gömlum bát. Langar og breiðar gæðafjalir þarf í slíkt verk og því þurfa trén sem efnið er unnið úr að vera há og sver. Fjalirnar í bátinn náðust úr einu tré úr hlíðum Skriðufells í Þjórsárdal. Það er til vitnis um vöxt og þroska íslensku skógarauðlindarinnar.