Endurmenntun LbhÍ hefur bætt við námskeiði í trjáfellingum og grisjun með keðjusög nú í janúarmánuði vegna mikillar eftirspurnar. Þetta er þriggja daga námskeið, bæði bóklegt og verklegt, og má meta til einnar einingar af námi í garðyrkjufræðum.

Námskeiðið er öllum opið og hentar þeim sem ekkert kunna á keðjusagir og vilja læra á þær. Einnig þeim sem hafa notað keðjusagir en vilja bæta fellingartækni sína eða vilja öðlast meiri þekkingu á meðferð og umhirðu saga. Hámarksfjöldi þátttakenda er 10.

Nánar