Tilraun með samspil nokkurra trjátegunda ásamt lúpínu á sunnlenskri eyðimörk gefur vonir um betri þekkingu og aðferðir til skóggræðslu á landi sem breyst hefur úr birkiskógi í auðn. Út er komið nýtt myndband um tilraunina sem gert hefur verið fyrir Skógræktina. Fleiri ný myndbönd er líka að finna á myndbandavef Skógræktarinnar.
Námskeið í trjáfellingu og grisjun með keðjusög verður haldið á Reykjum í Ölfusi 18.-20. janúar 2022. Það er öllum opið og hentar þeim sem ekkert kunna á keðjusagir og vilja læra á þær. Einnig þeim sem hafa notað keðjusagir en vilja bæta fellingartækni sína eða vilja öðlast meiri þekkingu á meðferð og umhirðu saga. Hámarksfjöldi þátttakenda er 10. Enn er pláss fyrir tvo nemendur á námskeiðið.