Björn Steinar Blumenstein vöruhönnuður efnir opnar sýningu á endurbættri húsgagnalínu úr íslenskum viði undir merkjum Skógarnytja fimmtudagskvöldið 27. mars. Viðburðurinn er hluti af dagskrá Hönnunarmars.
Byggingaleyfi hefur verið veitt fyrir fyrsta fótboltaleikvanginum í heiminum sem reistur verður eingöngu úr timbri. Hann hefur minnsta kolefnisspor allra slíkra mannvirkja í heiminum og getur jafnvel orðið kolefnisneikvæður.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði í gær í Árnesi friðlýsingu hluta Þjórsárdals sem landslagsverndarsvæðis. Innan svæðisins eru þrjú svæði sem eru friðlýst sem náttúruvætti, Gjáin, Háifoss og Granni og Hjálparfoss. Er þetta fyrsta friðlýsing svæðis í friðlýsingarflokkinum landslagsverndarsvæði. Jafnframt liggja nú fyrir tillögur að verndun Geysissvæðisins sem náttúruvættis.
Látinn er í hárri elli Símon Oddgeirsson frá Dalsseli, Vestur-Eyjafjöllum, einn af velgjörðarmönnum skógræktar á Íslandi. Símon gaf Skógræktinni 68 hektara skógræktargirðingu sem hann hafði grætt upp og ræktað með skógi. Þar heitir nú Símonarskógur og verður varðveittur og ræktaður áfram og opinn almenningi.
Helsingjaborg í Svíþjóð er fyrst norrænna borga til að taka þátt í átaki Sameinuðu þjóðanna sem nefnist á ensku Trees in Cities Challenge sem gæti útlagst sem borgartrjáaáskorunin á íslensku. Átakinu var hleypt af stokkunum á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna á Spáni í haust sem leið. Þar voru borgarstjórar um allan heim hvattir til þess að gefa fyrirheit um gróðursetningu tiltekins fjölda trjáa.