Auka þarf skógrækt í landi Reykjavíkurborgar. Þetta er álit borgarhönnuðar sem talar á málþingi um loftslagsmál á Kjarvalsstöðum í Reykjavík í kvöld með yfirskriftinni „Loftslagsmál - er náttúran svarið?
Þekktar trjátegundir í heiminum eru 60.065 talsins. Þetta eru niðurstöður viðamikillar rannsóknar á plöntutegundum í lífríki jarðarinnar sem byggðar eru á gögnum frá yfir 500 grasafræðistofnunum um allan heim. Kortlagning trjátegunda er mikilvægt tól til að vernda megi þær tegundir sem taldar eru vera í útrýmingarhættu. Aðeins fundust sex tré af trjátegund í Tansaníu sem nú er unnið að því að breiða út á ný.
Nýafstaðin Fagráðstefna skógræktar, sem fram fór á Hallormsstað 3.-4. apríl, fór mjög vel fram í blíðuveðri. Ráðstefnan vakti talsverða athygli fjölmiðla. Að ári fer ráðstefnan fram á Hótel Geysi í Haukadal, 18.-19. mars 2020.
Tilkynnt hefur verið um framlög til verndar náttúru og uppyggingar ferðamannastaða úr stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða og Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Skógræktin fékk vilyrði fyrir 35 milljóna króna framlagi á þessu ári til framkvæmda og undirbúnings framkvæmda á löndum í sinni umsjón.
Ársfundur Landgræðslunnar verður haldinn á Grand Hótel í Reykjavík fimmtudaginn 11. apríl. Þar verður meðal annars fjallað um stöðu þekkingar í kolefnismálum og fyrirhuguð verkefni á því sviði.