Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur útnefnt nemendur í Ártúnsskóla í Reykjavík varðliða umhverfisins 2019 ásamt nemendum úr Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi. Ártúnsskóli hefur nýtt grenndarskóg sinn til útikennslu á eftirbreytniverðan hátt og nýlega komu nemendur skólans fram í myndskeiðum sem unnin voru í samstarfi við Skógræktina og Krakkarúv í tilefni af alþjólegum degi skóga.
Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands býður dagsnámskeið í maí þar sem farið verður yfir það hvaða áætlanir eru háðar umhverfismati áætlana og hvaða ferli slíkar áætlanir skuli fylgja. Jafnframt verður farið yfir innihald umhverfisskýrslna sem fylgja slíkum áætlunum.
Langflest fiðrildi sjást í Hallormsstaðaskógi af þremur stöðum á Austurlandi sem vaktaðir hafa verið síðastliðin níu ár. Skógur er á öllum stöðunum þremur en fjölbreyttastur og stærstur á Hallormsstað.
Garðyrkjuskólinn að Reykjum í Ölfusi verður opinn gestum sumardaginn fyrsta í tilefni af 80 ára starfsafmæli sínu. Skógtækni er eitt af því sem kennt er við skólann.
Ný myndbönd hafa verið vistuð á myndbandavef Skógræktarinnar. Þar segja nokkrir frummælendur á nýafstaðinni Fagráðstefnu skógræktar stuttlega frá viðfangsefnum sínum og sömuleiðis er þar að finna samantekt með brotum úr flestum fyrirlestrunum.