Krossnefur hefur líklega orpið í desember í barrskógum Fljótsdalshéraði og komið upp ungum því þrír stálpaðir ungar sáust um helgina ásamt foreldrum sínum í skóginum á Höfða þar sem Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri gefur fuglum á veturna.
Fjallað var í sjónvarpsþættinum Landanum 3. mars um tilraunir þær sem nú fara fram á Flúðum í Hrunamannahreppi til framleiðslu á límtré úr fjórum íslenskum trjátegundum. Þetta er samstarfs verkefni Skógræktarinnar, Límtrés-Vírnets og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.
Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs, flytur upphafserindi Fagráðstefnu skógræktar sem fram fer á Hótel Hallormsstað 3.-4. apríl. Loftslagsmál verða meginviðfangsefni ráðstefnunnar að þessu sinni og tekur Landgræðslan þátt í skipulagningu hennar. Skráning er hafin á vef Skógræktarinnar fyrir aðra en starfsfólk Skógræktarinnar
Undanfarna daga hefur verið unnið að því í gróðurhúsi Skógræktarinnar að Mógilsá að stinga græðlingum af úrvalsklónum alaskaaspar með áherslu á ryðþol. Klónarnir verða settir í beð á Tumastöðum í Fljótshlíð og mögulega víðar um land og notaðir sem móðurefni til ræktunar á ösp.
Betri þekkingar er þörf til að skipuleggja skógrækt samhliða beit eða skipuleggja beit í grónum skógi. Skóglendi getur verið frábært beitiland en fylgjast þarf vel með hegðun sauðfjár í skógi og vera tilbúinn að grípa inn í ef þess er þörf. Mest þörf er á frekari rannsóknum á mun beitaráhrifa milli trjátegunda og mismunandi beitartíma sauðfjár. Þetta segir Guðríður Baldvinsdóttir, sauðfjár- og skógarbóndi í grein sem birtist í nýútkomnu Bændablaðinu. Ljósmynd: Pétur Halldórsson