Fagráðstefna skógræktar er árlegur vettvangur leikra og lærðra í skógargeiranum til að kynnast nýjus…
Fagráðstefna skógræktar er árlegur vettvangur leikra og lærðra í skógargeiranum til að kynnast nýjustu vitneskju í skógfræði og skógtækni. Öllum er heimilt að skrá sig til þátttöku. Ljósmynd úr skógarferð frá Fagráðstefnu 2017: Pétur Halldórsson

Séð yfir Hótel Hallormsstað og Hallormsstaðaskóg inn eftir Fljótsdal. Ljósmynd: Hótel HallormsstaðurHalldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs, flytur upphafserindi Fagráðstefnu skógræktar sem fram fer á Hótel Hallormsstað 3.-4. apríl. Loftslagsmál verða meginviðfangsefni ráðstefnunnar að þessu sinni og tekur Landgræðslan þátt í skipulagningu hennar. Skráning er hafin á vef Skógræktarinnar fyrir aðra en starfsfólk Skógræktarinnar

Ráðstefnan er að haldin í samstarfi Skógræktarinnar, Landgræðslunnar, Landssamtaka skógareigenda, Landbúnaðarháskóla Íslands, Skógræktarfélags Íslands og Skógfræðingafélags Íslands.

„Öndum léttar - landnotkun og loftslagsmál“

Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er Öndum léttar – landnotkun og loftslagsmál. Upphafserindi heldur Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs, og erindi tileinkuð yfirskriftinni verða uppistaðan í dagskránni fyrri daginn. Nánari upplýsingar og dagskrá er að finna á síðu ráðstefnunnar: skogur.is/fagradstefna2019.

Skráning

Skráning á ráðstefnuna fer fram á skogur.is, nema fyrir starfsfólk Skógræktarinnar sem skráir sig með tölvupósti innan stofnunarinnar. Þegar skráningu er lokið opnast greiðslusíða og er skráning ekki gild nema greiðslu sé lokið. Ef upp koma vandamál eða spurningar, vinsamlegast hafið samband við Björgu Björnsdóttur á netfanginu bjorg@skogur.is eða í síma 470 2000.

Skráning á Fagráðstefnu

 Texti: Pétur Halldórsson