Fagráðstefna skógræktar sem haldin var í átjánda sinn í liðinni viku er ein sú fjöl­menn­asta frá upphafi. Meira en 150 manns voru skráðir á ráðstefnuna sem haldin var í menn­ingarhúsinu Hofi. Skógrækt á Íslandi hefur fengið talsverða athygli í fjölmiðlum undanfarið í tengslum við ráð­stefn­una.
Íbúafundur um Þorláksskóga verður haldinn mánudaginn 16. apríl í Ráðhúsinu í Þorlákshöfn. Fundurinn hefst kl. 17 og lýkur kl. 18.30. Rætt verður um þá skógrækt sem áformuð er á ríflega 4.600 hektara svæði á Hafnarsandi í nágrenni Þorlákshafnar.
Langflestir landsmenn eru mjög jákvæðir fyrir skógrækt og þeim fjölgar sem telja að auka beri skógrækt til að binda koltvísýring og hamla gegn loftslagsbreytingum. Jákvæðastir mælast ungir Íslendingar, háskólamenntaðir og íbúar nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur.
Fyrsta námskeiðið í „skógarviðburða­stjórnun“ sem haldið er hérlendis fór fram í Hveragerði fyrir skömmu. Markmiðið með slíkum námskeiðum er að efla skógar­tengda fræðslu í landinu, hvetja til ýmissa viðburða í skógum landsins og fjölga þeim sem hafa þekkingu og færni til að skipu­leggja og halda slíka viðburði. Næstu námskeið verða haldin á Akureyri 27. og 28. apríl.
Áhugi virðist vera meðal skógræktarfólks, hönnuða og fleiri á aukinni nýtingu íslensks viðar til ýmiss konar hönnunar og framleiðslu innanlands. Þetta  segir Björn Steinar Blumenstein vöruhönnuður. Sýning hans í Heiðmörk, Skógarnytjar, var liður í dagskrá Hönnunarmars og sprottin af samstarfi hans við Skógræktina.