Á Búnaðarþingi sem stendur yfir í Bændahöllinni í Reykjavík var í dag samþykkt ályktun þar sem meðal annars er rætt um að Ísland verði sjálfu sér nægt um timbur, skógrækt verði öflug atvinnugrein í landinu og stuðli að eflingu alls landbúnaðar.
Nýtt myndband sem brasilísk skógræktarfyrirtæki hafa sent frá sér gefur góða hugmynd um þau ótalmörgu not sem hafa má af ræktuðum trjám. Hver hefði sett rjómaís, grillsósu og hundamat í samhengi við tré? Lítið á!
Skógræktarfélag Eyfirðinga fékk nú í vikunni afhenta nýja stórviðarsög sem á eftir að gjörbreyta aðstöðu félagsins til viðarvinnslu í Kjarnaskógi. Segja má að sögin vinni sjálf fyrir eigin húsaskjóli því á næstunni rís skýli yfir hana og efnið í það verður unnið með þessu nýja tæki.
Námskeiðið Trjá- og runnaklippingar I er meðal þeirra sem fram undan eru hjá Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands. Þetta námskeið er haldið í samstarfi við IÐUNA fræðslusetur og er fyrir allt áhugafólk um garðyrkju sem vill kynna sér hvernig standa skuli að klippingu trjáa og runna.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur nú auglýst eftir tilnefningum til umhverfis­viðurkenningarinnar Kuðungsins. Viðurkenningin gefur færi á að vekja athygli á góðu umhverfisstarfi hjá fyrirtækjum og stofnunum landsins.