Bændur ættu að leika stórt hlutverk í þeim aðgerðum sem stjórnvöld grípa til gegn loftslagsvandanum. Af því að við eigum mikið land til að bæta höfum við mörg ráð gegn loftslagsvandanum, að stöðva gróður- og jarðvegseyðingu, græða upp land, rækta skóg, endurheimta votlendi og efla sjálfbærni. Styðja mætti við byggð í sveitum landsins með því að fela bændum hlutverk við kolefnisbindingu með landgræðslu og skógrækt.
Jógvan Hansen og Pálmi Sigurhjartar flytja lög Jóns Sigurðssonar á tónleikum sem haldnir verða í trjásafninu á Hallormsstað sunnudaginn 23. júlí kl. 14.
Nýlega var á ferð hér á landi kynningarstjóri EUFORGEN, samstarfs um vernd og nýtingu erfðaauðlinda skóga, ásamt tveimur kvikmyndagerðarmönnum. Þau söfnuðu efni í myndband um það starf sem Skógræktin vinnur að til að kynbæta efnivið til skógræktar á skóglausu landi.
Á 100 ára afmæli Akureyrarkaupstaðar árið 1962 gaf Skógræktarfélag Eyfirðinga bænum trjábelti í brekkunni ofan Eyjafjarðarbrautar frá afleggjaranum upp í Kjarnaskóg og norður að Lækjarbakka sem stóð til móts við syðstu byggingarnar á flugvellinum. Í beltinu er sitkabastarður mest áberandi. Það var lengi af stað en verður nú glæsilegra með ári hverju.
Í sænska bænum Piteå, sem er á svipaðri breiddargráðu og Akureyri, hefur með nýsköpunarfyrirtækinu SunPine verið sýnt fram á að framleiða megi í stórum stíl endurnýjanlegt eldsneyti á hefðbundna bíla og nota til þess aukaafurðir frá skógariðnaðinum. Með notkun dísils sem blandaður er til helminga með slíku eldsneyti minnkar koltvísýringsútblástur bíls um allt að 46%.