Svo virðist sem franski gróðursetningar­kappinn Antoine Michalet hafi ekki sett Íslandsmet í gróðursetningu eins og greint var frá hér á skogur.is í síðustu viku. Rifjað hefur verið upp að tveir vaskir menn gróðursettu vel á sjöunda þúsund plantna við Mosfell á sælum sumardegi 1992.
Á fallegum degi síðla í júnímánuði lögðu nokkrir starfsmenn Skógræktarinnar hönd á plóginn við smíði nýs bál- eða grillskýlis í þjóðskóginum Haukadal. Nýja skýlið er inni í Hákonarlundi og er ramm­gerðara en eldra skýli sem hrundi undan snjó fyrir nokkru.
Hópi fræðimanna frá nokkrum löndum hefur nú tekist að tímasetja með nokkurra mánaða nákvæmni eldsumbrot í Kötlu sem urðu á fyrri hluta níundu aldar. Aldursgreiningin fékkst með rannsóknum á leifum trjáa sem féllu vegna gossins. Ólafur Eggertsson, sérfræðingur á Mógilsá, er meðal höfunda greinar um efnið.
Flest bendir til þess að franski gróður­setningarmaðurinn Antoine Paul Didier Michalet hafi sett Íslandsmet í gróður­setn­ingu trjáplantna miðvikudaginn 28. júní þegar hann setti niður rétt rúmar sex þúsund plöntur í jarðunnið land á Valþjófs­stöðum í Núpa­sveit. Gróðursetningin tók um fimmtán klukkustundir með hvíldum.