Rannsóknastöð skógræktar Mógilsá fagnar 50 ára afmæli sínu í sumar. Afmælinu verður fagnað með skógar- og fræðsluhátíð á Mógilsá sunnudaginn 20. ágúst.
Mannkynið á skógum að þakka tilvist sína. Áður en skógar tóku að vaxa á jörðinni var magn koltvísýrings í lofthjúpi jarðar fimmtán sinnum meira en nú og við þær aðstæður hefði stór hluti þeirra lífvera sem nú lifa á jörðinni ekki getað þrifist. Skógarnir bundu kolefnið og lofthjúpurinn breyttist. Skógarnir voru auðvitað ekki einir að verki því allar ljóstillífandi lífverur svo sem gróður á landi og þörungar í sjó áttu sinn þátt í að búa í haginn fyrir okkur mennina.
Líkt og fyrri ár óskar Rannsóknastöð skógræktar Mógilsá eftir upplýsingum frá fólki um ástand skóga þar sem fólk á leið um, sérstaklega ef einhver óværa sést á trjánum. Einnig má gjarnan láta vita ef sést til ertuyglu á lúpínu.
Á sameiginlegum fundi nefndar Evrópusambandsins um skóga og skógariðnað ásamt Evrópuráði FAO um skógarmál, EFC, sem haldinn var í Rovaniemi í Finnlandi 2013 samþykktu aðildarlöndin svokallaða Rovaniemi-aðgerðaráætlun um skógargeirann í grænu hagkerfi. Í áætluninni er...
Töfrastaðir eru fé­lags­skap­ur sem fékk út­hlutað átta hekt­ara landi við Þor­láks­höfn fyr­ir verk­efnið Sand­ar suðurs­ins. Verk­efn­inu er ætlað að tengja fólk nátt­úr­unni og stuðla að auk­inni um­hverfis­vit­und. Haldn­ar verða fræðslu­hátíðir, viðburðir og svæðið hannað til að kenna gest­um á meðan þeir njóta um­hverf­is­ins. Á kennslu­svæðum verður hægt að fræðast um fjöl­breytt­ar aðferðir við rækt­un.