Bóndi í Dýrafirði beitir þessa dagana kúm sínum á hagaskóg sem ræktaður hefur verið upp til beitar. Hagaskógrækt eða beitarskógrækt er vænlegur kostur til að auka gæði beitilands og vaxandi áhugi virðist vera á þessari tegund skógræktar hérlendis. Gæta verður vel að beitarfriðun slíks skógar í upphafi og vandaðri beitarstýringu þegar skógurinn er nýttur til beitar.
Síðasta hálfan mánuðinn eða svo hafa norsku feðgarnir Pål Hanssen og Thore G. Hanssen dvalið á Héraði við loftmyndatökur af skógum. Loftmyndirnar taka þeir með nýjustu tækni, léttbyggðri myndavél sem fest er við fjarstýrt flygildi, svokallaðan dróna. Þessi tækni nýtist meðal annars mjög vel við gerð ræktunaráætlana í skógrækt
Fjallað var um verkefnið Íslenska skógarúttekt í þættinum Samfélaginu á Rás 1 í dag, 17. ágúst. Rætt var við Arnór Snorrason, sérfræðing á Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá, sem stýrir verkefninu.
Allar plönturnar sem gróðursettar voru í moltutilraun á Hólasandi í byrjun júlí eru lifandi. Lúpína og hvítsmári sem sáð var með sumum plantnanna hefur spírað og byrjað að vaxa. Vætutíð í júlímánuði hefur hjálpað til og kuldi ekki verið til vandræða. Bæði birki- og lerkiplönturnar sem settar voru út í tilrauninni líta vel út.
Svo virðist sem vel hafi tekist til við ágræðslu fjallaþins sem fram fór í fræhúsinu á Vöglum í Fnjóskadal í vor. Um sextíu prósent ágræðslusprotanna eru lifandi og í safninu eru lifandi eintök af öllum þeim klónum sem ágræddir voru. Safnið lofar því góðu sem grunnur að fræframleiðslu fjallaþins til jólatrjáaræktar.