Niðurstöður nýrrar rannsóknar sem gerð var í Wales gefur barrviðarskógur í fullum nytjum fimm sinnum meira af sér fyrir þjóðarbúið en akuryrkja og búfjárrækt án tillits til opinberra styrkja. Rannsóknin náði til 4.000 hektara skóglendis og 4.000 hektara af sambærulegu landbúnaðarlandi í Wales. Árlegur hagnaður af skógi reyndist vera 83,72 pund á hektara að frátöldum opinberum stuðningi til skógræktar en árlegt tap af búfjárrækt og akuryrkju reyndist vera 109,50 pund á hektara ef opinber stuðningur var ekki tekinn með í reikninginn.
Á dagskrá aðalfundar Skógræktarfélags Íslands, sem haldinn verður á Akureyri 14.-16. ágúst er formleg vígsla skógarreits á Siglufirði undir merkjum Opins skógar. Þá má nefna forvitnileg erindi um skóg sem orkuauðlind, belgjurtir í skógrækt og sveppanytjar. Einnig verður spurt hvort skógrækt og sauðfjárrækt eigi samleið.
Á einum áratug hefur skógariðnaðurinn í Svíþjóð dregið úr notkun jarðefnaeldsneytis um 71 prósent. Greinin notar nú 2,2 teravattsstundir af orku úr jarðefnaeldsneyti en árið 2005 nam notkunin 7,6 teravattsstundum. Samdrátturinn nemur því 5,4 TWst. Þessi mikli árangur hefur náðst með því að bæta orkunýtingu framleiðslukerfanna en þó fyrst og fremst með því að olíu hefur verið skipt út fyrir lífeldsneyti sem framleitt er úr aukaafurðum viðar- og pappírsiðnaðarins.