Rætt við Arnór Snorrason í Samfélaginu á Rás 1

Fjallað var um verkefnið Íslenska skógarúttekt í þættinum Samfélaginu á Rás 1 í dag, 17. ágúst. Rætt var við Arnór Snorrason, sérfræðing á Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá, sem stýrir verkefninu. Fram kom að þetta er með viðamestu verkefnum Skógræktar ríkisins.

Alls eru tæplega 1.000 mælifletir mældir á 5 ára tímabili. Mælifletir eru valdir eftir skipulögðu kerfi um allt land, þeir heimsóttir, trjágróður mældur, umhverfi lýst og kolefnisbúskapur rannsakaður.