Mikið ryð er nú í ösp víða í uppsveitum á Suðurlandi. Versti ryðfaraldurinn til þessa var sumarið 2010, en ástandið nú er jafnvel verra en þá. Sumarið 2011 mátti víða sjá kalsprota sem voru afleiðing ryðsins árið áður. Ástæða er til að óttast að svipað gerist nú. Annars verður afleiðingin minni vöxtur á næsta ári en eðlilegt er. Ráðlegt er að gróðursetja einungis asparefnivið með gott ryðþol þar sem saman á að vaxa lerki og ösp.
Hindber gætu orðið skemmtileg viðbót við berjaflóruna hér á landi. Rúnar Snær Reynisson, fréttamaður Ríkisútvarpsins á Austurlandi, hitti Bergrúnu Örnu Þorsteinsdóttur aðstoðarskógarvörð í myndarlegum hindberjaskógi á Hallormsstað og gerði skemmtilega frétt um hindberjarækt í skógi
Lítil sem engin sauðfjárbeit er efst í austanverðum Austurdal í Skagafirði. Í ferð skógræktarmanna þar um í síðustu viku sást greinilega að birki á svæðinu er í mikilli framför. Birki í Stórahvammi mældist vera í 624 metra hæð yfir sjávarmáli og er að öllum líkindum hæsta villta tré á Íslandi - yfir sjó
Ljóst er að sauðfjárbeit á Almenningum skaðar birkitré og hamlar framvindu og útbreiðslu birkiskóga. Þetta sér hvert mannsbarn eftir stutta gönguferð um beitilönd á Almenningum. Sums staðar er birkið uppnagað og mun með áframhaldandi beit eyðast. Skemmdirnar sjást vel á nýjum myndum frá svæðinu.
Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, gaf fyrirheit um það í opinberriheimsókn sinni til Skógræktar ríkisins á Fljótsdalshéraði í gær að hann myndi beita sér fyrir því að fé til skógræktar yrði aukið í fjárlögum næsta árs. Hann tók undir orð skógræktarstjóra um að grænna Ísland væri betra Ísland og sagðist styðja hugmyndir um landsáætlun í skógrækt sem stuðlaði að sátt um skógrækt í landinu.