Flokkur sósíaldemókrata í Svíþjóð vill fjölga störfum í skógargeiranum um 25.000 fram til ársins 2020 og draga í leiðinni úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Skógar séu um alla Svíþjóð og því verði ný störf í skógum til um allt landið líka.
Mikið sér á furu og fjallaþin á Suðurlandi eftir rysjótt veður á fyrstu mánuðum ársins. Trén eru sviðin og ljót og talsvert um að tré hafi drepist. Í athugun á fjallaþin í Þjórsárdal í júlí kom í ljós að tvö kvæmi litu áberandi best út.
Útflutningur er að hefjast til Bandaríkjanna á líkjörum og snöfsum sem framleiddir eru úr íslenskum birkisafa hjá fyrirtækinu Foss distillery. Stefnt er að því að vörurnar verði komnar á markað ytra í byrjun október. Mögulegt er talið að vinna verðmæt efni úr íslenskum birkiskógum og skapa af þeim meiri arð en áður hefur verið unnt.
Sigurður Blöndal, fyrrverandi skógræktarstjóri, lést á Egilsstöðum 26. ágúst á nítugasta aldursári. Hann verður jarðsunginn frá Egilsstaðakirkju laugardaginn 6. september kl. 13.
Rannís og NordForsk efna til kynningarfundar miðvikudaginn 27. ágúst á Gand Hótel í Reykjavík þar sem fjallað verður um styrkjamöguleika á vegum NordForsk og mikilvægi norræns vísindasamstarfs. Einnig verður kynning á NORDRESS, nýju öndvegissetri um náttúruvá og öryggi samfélaga sem hlaut nýlega 420 milljóna rannsóknastyrk frá NordForsk.