Forseti Íslands setti formlega alþjóðlegt ár skóga hér á landi við athöfn á Bessastöðum í gær og tók við það tækifæri við fyrsta fánanum með merki verkefnisins.
Á föstudaginn flytur Hreinn Óskarsson, skógarvörður á Suðurlandi, erindið "Áhrif öskufalls úr Eyjafjallajökli á skóga Þórsmerkur" í Háskóla Íslands.
Í gær snjóaði í stillu á Austurlandi og snjórinn sat fastur á trjágreinum.
Í upphafi nýliðins árs gerðu Hraunsmiðjan og Hekluskógar með sér samning þess efnis að Hekluskógar fá eitt birkitré fyrir hvern seldan hraunminjagrip frá Hraunsmiðjunni.
Skógrækt ríkisins óskar skógræktarfólki og landsmönnum öllum gleðilegs alþjóðlegs árs skóga.