Skógrækt ríkisins óskar skógræktarfólki og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og þakkar samstarfið á árinu 2010.

Nú fer í hönd alþjóðlegt ár skóga að frumkvæði allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Markmiðið er að auka vitund um sjálfbæra nýtingu, verndun og þróun í öllum gerðum skóglenda. Skógrækt ríkisins mun, í samvinnu við aðra hagsmunaðila í skógrækt, koma að ýmsum viðburðum á árinu í tengslum við ár skóga.