Birki að springa út þakið ösku úr Eyjafjallajökulsgosinu 2010. Mynd: Hreinn Óskarsson
Birki að springa út þakið ösku úr Eyjafjallajökulsgosinu 2010. Mynd: Hreinn Óskarsson

Á föstudaginn flytur Hreinn Óskarsson, skógarvörður á Suðurlandi, erindið "Áhrif öskufalls úr Eyjafjallajökli á skóga Þórsmerkur" í Háskóla Íslands.

Af þessu tilefni má benda á myndir Hreins úr Þórsmörku og Goðalandi síðan í júní.

Hreinn segir að í sumar hafi gefist einstakt en sjaldséð tækifæri til að sjá hvernig náttúrlegir birkiskógar bregðast við öskufalli. Birkiskógar fyrri tíma hafa ítrekað fengið yfir sig öskufall eins og lesa má af öskulögum jarðvegssýnum sem tekin hafa verið úr elstu friðuðu birkiskógum landsins.

Erindið flytur Hreinn í herb. 367 á 3. hæð í Öskju, kl. 12:20 föstudaginn 14. janúar.