Mynd: Edda S. Oddsdóttir
Mynd: Edda S. Oddsdóttir

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímssson, setti formlega alþjóðlegt ár skóga 2011 hér á landi við athöfn á Bessastöðum í gær, miðvikudaginn 12. janúar. Við það tækifæri var forsetanum afhentur fyrsti fáninn með íslenskri útfærslu á alþjóðlegu merki árs skóga 2011.

Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst árið 2011 sem „alþjóðlegu ári skóga.“ Verkefnið er hvatning til að auka vitund fólks um mikilvægi skóga og til að styrkja sjálfbæra umhirðu, vernd og uppvöxt skóga til hagsbóta fyrir núverandi og komandi kynslóðir.

frett_13012011_2Merkið er hannað utan um þemað „þetta gerir skógurinn fyrir þig“ og það undirstrikar að skógar hafa margháttuð gildi fyrir allt mannlíf. Allir skógar, ræktaðir og óræktaðir, veita skjól og eru mikilvæg búsvæði fjölmargra lífvera. Í skógum er uppspretta matar og þeir varðveita gæði ferskvatns. Skógur er mikilvægur fyrir jarðvegsvernd og gegnir ómetanlegu hlutverki í að viðhalda stöðugu hnattrænu loftslagi og jafnvægi í umhverfinu. Þessir þættir og miklu fleiri sýna fram á að tré eru ómissandi fyrir vellíðan og velferð fólks alls staðar í heiminum.

Skógrækt ríkisins, Landbúnaðarháskóli Íslands, Landssamtök skógareigenda, Skógræktarfélag Íslands og Landshlutaverkefni skógræktar munu vinna saman að alþjóðlegu ári skóga, m.a. í samvinnu við Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Ýmsir viðburðir áformaðir á árinu í tengslum við verkefnið.

frett_13012011_3


Myndir: Edda S. Oddsdóttir og Hreinn Magnússon