Grein um fyrstu rannsóknina sem gerð er á áhrifum misþungrar sumarbeitar sauðfjár á rússalerki er komin út í alþjóðlega vísindaritinu Icelandic Agricultural Sciences. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að óhætt sé að nýta ungan, óblandaðan lerkiskóg til sumarbeitar.
Síðustu misseri hafa kolefnismál verið töluvert í umræðunni. Mörg ríki heims hafa sett sér mjög metnaðarfull markmið varðandi það að draga úr losun kolefnis útí andrúmsloftið og er það hið besta mál. Við þurfum hins vegar öll að gera okkur grein fyrir því hvað það er mikilvægt að við hefjum öflugar aðgerðir strax og fyrsta skref okkar á að vera að draga eins mikið úr losun og við mögulega getum. Þetta á bæði við einstaklinga og fyrirtæki. Óraunhæft er við núverandi aðstæður að draga alveg úr losun og því þurfum við að grípa til mótvægisaðgerða. Þar kemur kolefnsbinding með skógrækt sterk inn.
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, tók á föstudag við fyrsta eintakinu af nýju riti sem hefur að geyma viðskiptaflokkun á timbri úr íslenskum barrtrjám. Reglur um slíka flokkun eru mikilvægt skref í uppbyggingu timburiðnaðar hérlendis.
Fyrirtæki sýna skógrækt aukinn áhuga en þau geta nú lækkað skattstofn sinn um 0,85% af veltu með aðgerðum til kolefnisjöfnunar. Skógræktarstjóri segir nóg pláss fyrir nýjan skóg í landinu. Erlend samtök ætla að gróðursetja í Breiðdal fyrir næstum 50 miljónir króna.
Mjög góður árangur náðist með birkifræsöfnunarverkefni Skógræktarinnar og Landgræðslunnar í haust. Enn er að berast inn fræ þótt söfnuninni sé formlega lokið. Dæmi eru um einstaklinga sem tíndu yfir 20 kíló af fræi. Lionsfélagar lögðu samtals um 800 vinnustundir í að safna og sá birkifræi. Stefnt er að því að endurtaka verkefnið að ári.