Hálfrar aldar rannsóknarstarfi á Rannsóknastöð skógræktar Mógilsá verður fagnað í skóginum við stöðina sunnudaginn 20. ágúst. Haldinn verður skógardagur að skógarmanna sið og gestir fá að kynnast þeim spennandi verkefnum sem starfsfólk stöðvarinnar vinnur að.
Grenitré á sumarbústaðarlóð við Valhallarreitinn á Þingvöllum fá að vaxa þar áfram þar til eðlilegt þykir að fella þau, segir skógræktarstjóri. Smám saman verði útlensku trén fjarlægð og þeim ekki leyft að breiðast út.
Óskar Grönholm skógvélamaður varð hlutskarpastur í keðjusagarkringlukasti á Elmia Wood skógarvörusýningunni sem haldin var í Svíþjóð á dögunum. Faðir hans, Óskar Einarsson, starfsmaður Skógræktarinnar, átti næstlengsta kastið. Segja má að þeir séu fyrstu heimsmeistararnir í þessari nýju íþrótt.