Á Skógardegi Norðurlands sem  haldinn verður á laugardag í Kjarnaskógi verður nýtt útivistar- og grillsvæði á og við Birkivöll formlega tekið í notkun. Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri ávarpar afmælisbarnið og skrifað verður undir samning um nýjan Yndisgarð sem meiningin er að koma upp í skóginum með úrvali skrautrunnategunda. 
Sitkalúsafaraldur gengur nú yfir landið í grenitrjám sem fer mjög illa með trén. Frá þessu er sagt á fréttavefnum visir.is og Stöð 2 fjallaði um það einnig í fréttum. Nefnt er sem dæmi að víða megi sjá illa farin tré á Selfossi en forstöðumaður Rannsóknastöðvar Skógræktar segir að talsvert sé um lúsina í Skagafirði, á höfuðborgarsvæðinu og Austurlandi
Birkiryð er óvenjusnemma á ferðinni á Norðurlandi og eru skógar farnir að taka á sig haustlegan blæ. Skógarvörður segir að plágur leggist í auknum mæli á birkið og það geti haft ófyrirséð áhrif til framtíðar. Frá þessu var sagt í sjónvarpsfréttum Ríkisútvarpsins.<br>
Hrefna Jóhannesdóttir, skógfræðingur og skógarbóndi, hefur verið ráðin í hálft starf skipulagsfulltrúa hjá Skógræktinni og Björg Björnsdóttir, verkefnisstjóri hjá Austurbrú, í hálft starf mannauðsstjóra. Hrefna tekur til starfa 1. september en Björg 1. október.
Fjallað verður um nýsköpun og endurnýjun skóga á skógaráðstefnu NordGen sem haldin verður 19.-20. september í Silkeborg í Danmörku. Reifaðar verða ýmsar nýjungar sem gætu átt þátt í að breyta skógrækt og skógarnytjum á komandi árum.