Nokkrir íslenskir skógvísindamenn voru á ferð í Pódalnum á Ítalíu í síðustu viku og skoðuðu þá meðal annars hraðrækt á ösp sem gefur nytjavið á undraskömmum tíma. Með kynbótum og öflugri ræktun er hægt að fá uppskeru af bæði kurlviði og smíðaviði mun fyrr en í hefðbundinni skógrækt. Jafnvel þótt öspin vaxi ekki eins hratt á Íslandi og í Pódalnum geta aspartegundir gefið af sér hratt og vel bæði iðnvið og smíðavið hérlendis.
Lið Rangárþings ytra sigraði lið Strandabyggðar í Útsvari í Sjónvarpinu á föstudag. Leikar fóru 73-71. Hreinn Óskarsson, skógarvörður Skógræktar ríkisins á Suðurlandi, er einn liðsmanna Rangárþings ytra.
Á Bretlandi er mikill uppskerutími í skógunum þessi árin því á sjöunda áratug síðustu aldar var geysimikið gróðursett þar í landi, mest um 66 milljónir trjáplantna á ári. Timburiðnaðurinn blómstrar núna en á eftir að verða fyrir bakslagi síðar því stórlega dró úr gróðursetningu undir lok liðinnar aldar. Ekki ósvipað bakslag getur líka komið í timburiðnaðinn hér á landi í fyllingu tímans ef framlög til nýskógræktar fara ekki að aukast á ný.
Í Kjarnaskógi á Akureyri hefur verið útbúið nýtt samkomusvæði með grillhúsi og leiktækjum í mjög fallegu umhverfi. Svæðið heitir Birkivöllur en auk myndarlegra birkitrjáa eru þar ýmsar fleiri trjátegundir, til dæmis falleg tré af gráelri og síberíuþin svo eitthvað sé nefnt. Í dag komu nemendur úr Giljaskóla ásamt kennurum sínum til að reyna hjólastólarólu sem sett hafði verið upp á Birkivelli.
Töluverð umræða varð á samfélagsmiðlum í gær um þau áform yfirvalda í Dalvíkurbyggð að eyða lúpínu, kerfli og njóla, meðal annars með eiturefninu Roundup sem óttast er að geti valdið krabbameini í fólki. Frá þessu var sagt í Fréttablaðinu og í dag er málið tekið upp í leiðara blaðsins. Leiðarahöfundur telur að mögulega ætti Dalvíkurbyggð að endurhugsa áætlanir sínar um verndun jarðvegshnignunar og velta fyrir sér hvort öflugri gróður myndi ekki sóma sér betur.