Margvíslegar afurðir má vinna úr ligníni sem er aukaafurð frá pappírsframleiðslu. Bætiefni í sement, plastefni og jafnvel lyfjaferjur hafa verið nefndar en íslensku fyrirtækin Matís og Sæbýli ehf. hafa líka unnið með sænska nýsköpunarfyrirtækinu SP Processum að þróun fiskifóðurs úr prótíni sem fæst með gerjun ligníns. Fisktegundin tílapía hefur reynst vaxa álíka vel og jafnvel betur á þessu fóðri en hefðbundnu fóðri úr fiskimjöli.
Sú breyting hefur verið gerð við útgáfu tímaritsins Icelandic Agricultural Sciences að nú fá allar greinar ritsins rafrænt doi-númer sem þýðir að þær eru formlega birtar um leið og þær koma út á netið. Þetta er stór áfangi hjá ritinu og gerir það enn sýnilegra um allan heim og aðgang erlendra sem innlendra fræðimanna að því auðveldari. Ritið verður einungis rafrænt héðan í frá.
Indriði Indriðason, fyrrverandi skógarvörður á Tumastöðum í Fljótshlíð, lést 7. febrúar á 83. aldursári. Indriði starfaði mestalla starfsævina hjá Skógrækt ríkisins og stýrði lengst af gróðrarstöðinni á Tumastöðum í Fljótshlíð. Framlag hans til skógræktar á Íslandi er ómetanlegt.
Frá árinu 2006 hefur verið unnið að forvitnilegu verkefni í Övertorneå í Svíþjóð, að skapa tækifæri fyrir skógareigendur að auka vöxtinn í skógum sínum og þar með möguleikann á að selja útblásturskvóta á móti aukinni bindingu í skóginum. Íslenskir skógareigendur gætu gert allt kolefni í sínum skógum að markaðsvöru, ekki einungis það sem fæst með vaxtaraukandi aðgerðum.
Fimm rannsóknarverkefni sem tengjast skógvísindum hlutu í gær veglega styrki úr orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar. Viðfangsefnin eru fjölbreytileg, kolefnisuppsöfnun í stöðuvötnum, umhverfisbreytingar og búskapur næringarefna í jarðvegi, loftslagsáhrif skógræktar á framræstu mýrlendi, vistkerfisbreytingar á hálendi norðan Langhjökuls og uppruni og erfðabreytileiki blæaspar á Íslandi. Hæsti styrkurinn nemur 2,7 milljónum króna.