Umhverfisáhrif af jólatrjám eru minnst ef valin eru lifandi íslensk tré og nettóáhrif íslensku trjánna geta jafnvel verið jákvæð þegar upp er staðið. Þau hafa líka jákvæð áhrif á íslenskan efnahag. Gervijólatré eru versti kosturinn því framleiðsla þeirra, flutningur  og förgun hefur margvísleg áhrif á umhverfið. Innfluttum, lifandi trjám fylgja líka neikvæð umhverfisáhrif. Ef öll jólatré á markaðnum hérlendis væru íslensk gætu 10 fjölskyldur haft lifibrauð sitt af framleiðslu þeirra.
Óvíða hérlendis eru aðstæður betri til ræktunar greniskóga en í Skorradal. Breytingin sem þar hefur orðið með skógrækt á hálfri öld er mikil og nú gefur skógurinn verðmætan grisjunarvið. Myndir teknar með hálfrar aldar millibili við Braathens-steininn á Stálpastöðum sýna mikinn árangur.
Óveðrið um síðustu helgi olli nokkrum skaða í nýgrisjuðum skógum í Norðtungu í Borgarfirði. Dálítið brotnaði líka af trjám í reitum sem grisjaðir voru í sumar á Vöglum í Fnjóskadal og Stálpastöðum í Skorradal en í öðrum skógum Skógræktar ríkisins varð ýmist mjög lítið tjón eða ekkert. Stálpaðir skógar eru viðkvæmir fyrir miklum stórviðrum í fáein ár eftir grisjun en styrkjast svo aftur.
Norræna ráðherranefndin hefur sent frá sér árangursskýrslu um þá vinnu sem unnin hefur verið í kjölfar Selfossyfirlýsingarinnar frá 2008 um sjálfbæra skógrækt. Svör við spurningum sem lagðar voru fyrir starfsfólk ráðherranefndarinnar sýna að samstarf á þessu sviði hefur aukist milli Norðurlandanna og við nágrannaríki eins og Eystrasaltslöndin.
Þessa dagana er verið að fella stafafuru í reit í Skriðufellsskógi í Þjórsárdal sem sinueldur barst í árið 1995 Áhugavert er að sjá hvernig furan hefur jafnað sig á brunanum.